Algengasta leiðin til að leigja hér á landi er að leigja húsnæði í einkaeigu.
Upplýsingar um fyrirkomulag húsaleigu er að finna á eftirfarandi vefsíðum:
Leigusamningar segja til um rétt og skyldur leigjenda og leigusala. Án samnings er staða bæði leigusala og leigjenda gagnvart lögum ótrygg.
Upplýsingar um leigusamninga er að finna á Ísland.is.
Vefsíðan leigjendur.is býður upp á gagnlegar upplýsingar um leigumál á þremur tungumálum: Enska – Pólska – Íslenska.
Til þess að finna leiguíbúð er best að fylgjast með leigulistum á vefsvæðum og samfélagsmiðlum, eins og t.d. Facebook.
Dæmi um leigumiðlanir:
Það fer eftir aðstæðum og tekjum hvers leigjandi hvort hann fái stuðning og þá hversu mikið.
Húsnæðisbætur, nánari upplýsingar á vefsíðu Ísland.is
Sérstakur húsnæðisstuðningur sveitarfélaga býðst, það fer eftir því í hvaða sveitarfélagi þú býrð hvar þú sækir um:
Þeir sem hafa lítil fjárráð eða eiga í húsnæðisvanda geta sótt um félagslegt húsnæði eða aðra aðstoð hjá sínu sveitarfélagi.
Þeir sem eiga í húsnæðisvanda geta fengið ráðgjöf um réttindi sín og úrræði hjá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkur og velferðar-/félagsþjónustu sveitarfélaganna, þar geta þeir til að mynda fengið aðstoð við að leita að húsnæði.
Þeir sem eiga við bráðan húsnæðisvanda að etja og geta ekki sjálfir séð sér fyrir húsnæði af félagslegum eða fjárhagslegum orsökum geta átt möguleika á úthlutun félagslegrar leiguíbúðar, kaupleigu- eða eignaríbúðar.
Almennar upplýsingar um félagslegar leiguíbúðir er að finna á vef Ísland.is.
Upplýsingar um fyrirkomulag á Suðurnesjum er að finna á vefsíðu hvers sveitarfélags:
Fasteignaviðskipti fara yfirleitt í gegnum fasteignasölur. Nokkrar fasteignasölur eru starfandi á Suðurnesjum.
Nokkrar vefsíður hafa lista yfir fasteignir sem eru til sölu.
Stórir faseignavefir tengjast fréttamiðlunum, Vísir.is og mbl.is.
Jafnframt er hægt að leita að húsnæði til sölu á Fasteignaleitin.is.
Hægt er að reikna greiðslubyrði og lánsmöguleika á vefsíðum bankanna.
Húsnæðislán geta verið tekin hjá bönkunum eða hjá lífeyrissjóðum.
Einnig er hægt að kanna lánsmöguleika á vefsíðu Aurbjargar
Allir húseigendur greiða fasteignagjöld og það er skylda fyrir alla húseigendur að vera með brunatryggingu.
Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Ísland.is.
Lóðarleigusamningar hér á landi eru yfirleitt gerðir á milli sveitarfélags og einkaaðila til ákveðins tíma og gegn greiðslu.
Flestar lóðir eru leigðar út með þessu fyrirkomulagi.
Það er flókið að byggja hús. Í sinni einföldustu mynd er hægt að skipta ferli umsóknar um byggingarleyfi í nokkur skref: undirbúning, umsókn, byggingaráform samþykkt, byggingarleyfi útgefið, úttektir og bygging tekin í notkun.
Sækja verður um byggingarleyfi þegar reisa á hús, endurbyggja, byggja við eða breyta. Ekki má hefja framkvæmdir fyrr en leyfi liggur fyrir.
Nánari upplýsingar um byggingar og breytingar á húsnæði á vef Ísland.is.
Lóðum til nýbygginga er úthlutað af sveitarfélögum sem hvert um sig setja sér reglur um lóðaveitingar.
Nánari upplýsingar eru á vefsíðum sveitarfélaganna:
Sótt er um byggingarleyfi hjá sveitarfélögunum.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag umsókna um byggingarleyfi er að finna á vefsíðum sveitarfélaganna:
Allir húseigendur greiða fasteignagjöld og nokkrar tryggingar er einnig skylt að hafa.
Til fasteignagjalda teljast fasteignaskattur, lóðarleiga, fráveitugjald, vatnsgjald og sorpgjald.
Nánari upplýsingar um fasteignagjöld og fasteignatryggingar er að finna á vef Ísland.is.
Ýmis réttindi og skyldur fylgja því að eiga eða búa í fjölbýlishúsi eða í annars konar húsi í nágrenni við aðra.
Hafa þarf í huga að opna glugga og lofta út í íbúðum á Íslandi. Ef það er ekki gert geta myndast rakaskemmdir í húsnæðinu.
Einnig þarf að hafa í huga að hafa hæfilegan hita á íbúðarhúsnæði. Mikill kuldi og mikill hiti fer illa með húsnæði.
Íbúar verða að ganga vel og þrifalega um sameiginlegt húsrými og lóð og sömuleiðis um sameiginlegan búnað hússins og gæta þess sérstaklega í umgengni sinni að valda ekki öðrum í húsinu óþægindum eða ónæði, til dæmis með hávaða eða lykt.
Í fjölbýlishúsum á alltaf að vera húsfélag. Hvert húsfélag gerir reglur um nýtingu sameignar og umgengni.
Á Suðurnesjum dreifa HS veitur heitu og köldu vatni og rafmagni til notenda.
HS veitur eru dreifiveita sem flytur og dreifir rafmagni, en öll hafa val um hvar þau kaupa rafmagn, þ.e söluhluta rafmagnsins.
HS veitur eru eina starfandi dreifiveitan á Suðurnesjum.
Símanúmer viðskiptavina eru HS veitum mikilvæg þar sem skilaboð eru send í síma þegar framkvæmdir eru í hverfinu eða bilanir koma upp.
Mikilvægt er að tilkynna um notendaskipti á fasteignum við flutninga. Upplýsingar um notendaskipti eru á vefsíðu HS veitna.
Rafmagnssala (söluhluti rafmagns) er á frjálsum markaði, því geta íbúar valið hvar þeir kaupa rafmagnið. Raforkusalar á landinu er alls 9 talsins.
Það er mjög mikilvægt að fólki velji sér raforkusala sem fyrst eftir flutning eða byggingu húsnæðis. Það er gert með því að skrá sig í viðskipti á vefsíðum raforkusölufyrirtækjanna eða með símtali eða tölvupósti til þess fyrirtækis sem valið er.
Á Suðurnesjum er eitt starfandi fyrirtæki sem selur rafmagn til íbúðarhúsa: HSorka.
Önnur fyrirtæki eru staðsett utan Suðurnesja, upplýsingar um raforkusala er að finna á vefsíðu HS veitna.
Þeir sem hafa ekki keypt rafmagn áður þurfa alltaf að gera raforkusölusamning, einnig þeir sem hafa ekki verið í viðskiptum í meira en 90 daga.
Dreifiveitum (eins og HS Veitum) er óheimilt að afhenda rafmagn til viðskiptavina sem ekki hafa gert sölusamning við raforkusala. Viðskiptavinir hafa 30 daga til þess að velja og gera samning, ef ekki hefur verið gerður samningur fyrir þann tíma er lokað fyrir rafmagn húsnæðisins.
Þegar kemur að því að tilkynna notendaskipti er í flestum tilfellum nóg að gefa upp nafn og kennitölu nýs greiðanda og símanúmer.
Kalt vatn til íbúðarhúsnæðis er ekki selt í gegnum mæli.
Þinglýstur eigandi fasteignar greiðir vatnsgjöld.
Vatnsgjald er reiknað sem fermetragjald á húsnæði og fastagjald er greitt til viðbótar fermetragjaldi á húsnæði.
Upplýsingar um gjaldskrá HS veitna er að finna á vefsíðu þeirra.
HS veitur hafa snjallmæla í öllum fasteignum og senda út mánaðarlega orkureikninga fyrir heitu vatn og rafmagni. Með snjallmælunum er hægt að mæla raunnotkun hvers mánaðar.
Upplýsingar um gjaldskrá raforkusala er að finna á vefsíðu Aurbjargar og á vefsíðum raforkusölufyrirtækjanna.
Í sumum tilfellum er hiti og rafmagn innifalið í leiguverði. Ef ekki, eru leigjendur ábyrgir fyrir að borga afnotin sjálfir. Reikningar eru almennt sendir mánaðarlega og byggja á áætlaðri orkunotkun.
Þegar flutt er í nýja íbúð skal ávallt ganga úr skugga um að lesa af rafmagns- og hitamæla samdægurs og skrá stöðuna hjá orkuveitufyrirtæki. Þannig er aðeins borgað fyrir það sem notað er.