Að kunna tungumálið getur auðveldað þér leið um samfélagið.
Fleiri tækifæri eru á atvinnumarkaði fyrir þau sem skilja og tala íslensku.
Þá getur þú einnig fylgt börnum þínum betur eftir í samfélaginu, skóla og íþróttum.
Á Suðurnesjum er íslenska kennd hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Saga Akademía.
Jafnframt er mögulegt að læra íslensku í Háskóla Íslands og hjá öðrum símenntunarmiðstöðvum.
Til viðbótar er til app sem ber heitir Bara tala og virkar sem stuðningur við íslenskunám þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Upplýsingar um Bara tala má nálgast á vefsíðu Akademías.
Allar upplýsingar um námskeið og kostnað við þau eru á vefsíðum skólanna.
Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir íslenskukennslu.
RÚV Orð er nýr vefur fyrir sjálfsnám í íslensku með notkun sjónvarpsefnis frá RÚV.
Þar er hægt að velja sjónvarpsefni frá RÚV og tengja við tíu tungumál; ensku, frönsku, þýsku, lettnesku, litáísku, pólsku, rúmensku, spænsku, taílensku og úkraínsku. Fólk velur færnistig í samræmi við íslenskukunnáttu sína miðað við sex færnistig Evrópska tungumálarammans, allt frá því að skilja aðeins mjög einföld orð og setningar upp í að geta auðveldlega lesið nánast allt ritað mál á íslensku.
Vefurinn er gagnvirkur og þar er til að mynda hægt að vista orð til að læra síðar og leysa próf og verkefni. Vonir standa til þess að persónuleg nálgun hvetji innflytjendur til að læra íslensku á sinn hátt og út frá sínu áhugasviði.
Vefurinn RÚV orð
Símenntunarmiðstöðvar bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna á Íslandi.
Ein símenntunarmiðstöð er starfandi á Suðurnesjum. Það er Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS).
Á Íslandi hefur verið þróað kennsluefni í samfélagsfræðslu fyrir fullorðna innflytjendur.
Námsleiðin kallast Landneminn og eru þar mikilvægar upplýsingar um Ísland og réttindi og skyldur í íslensku samfélagi.
Upplýsingar um kostnað við námskeiðin er að finna hjá þeirri námsstofnun sem heldur þau.
Flóttafólk fær niðurgreidd námskeið fyrst eftir leyfisveitingu á Íslandi.
Stéttarfélög niðurgreiða flest námskeið eins og samfélagsfræðslu.
Fólk er hvatt til þess að leita til MSS, vinnumálastofnunar eða síns stéttarfélags.
Ítarlegri upplýsingar um framhaldsskóla á Íslandi er að finna í kaflanum um Börn og fjölskyldur.
Þegar skyldunámi lýkur í grunnskóla halda langflest börn áfram námi í framhaldsskóla. Þar er val á milli þess að fara í iðnnám eða bóknám.
Nemendur sem eru að hefja nám í framhaldsskóla eru ólíkir og því miðast námsskipulag við að bjóða fram fjölbreyttar námsleiðir.
Upplýsingar um framhaldsskóla má nálgast á Ísland.is.
Á Suðurnesjum eru starfandi einn framhaldsskóli:
Mörg ungmenni sækja framhaldsskóla utan svæðisins, keyra til Reykjavíkur eða eru í heimavistarskóla úti á landi.
Yfirlit yfir framhaldsskóla á Íslandi má nálgast á vefsíðu Menntamálastofnunar.
Upplýsingar um skráningu í framhaldsskóla er að finna á vef Menntamálastofnunar.
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) býður upp á nám og námskeið fyrir fullorðna og vinnur að því að efla sí- og endurmenntun Suðurnesjafólks, auka menntun á svæðinu og lífsgæði íbúa.
Upplýsingar um námsframboð, gjaldskrá og fyrirkomulag er að finna á vefsíðu MSS.
Keilir er miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs sem sérhæfir sig í persónulegri þjónustu við nemendur. Sjá nánar:
Saga akademía er tungumálaskóli.
Upplýsingar um námsframboð, gjaldskrá og fyrirkomulag er á vefsíðu Saga Akademía.
Það eru sjö háskólar á Íslandi. Þrír eru einkareknir og fjórir eru fjármagnaðir af hinu opinbera.
Það er enginn háskóli staðsettur á Suðurnesjum en yfirlit yfir háskóla á Íslandi er að finna á vefsíðu Ísland.is
Almennar upplýsingar um háskóla er einnig að finna á vefsíðu Fjölmenningarseturs.
Innan menntastofnana á háskólastigi eru ýmsar deildir og námsbrautir, rannsóknarsetur ásamt þjónustustofnunum og skrifstofum.
Nánari upplýsingar um námsframboð hvers skóla og inntökuskilyrði má finna á vefsíðum þeirra.
Yfirlit yfir háskólana á Ísland.is
Upplýsingar um skráningarfyrirkomulag og inntökuskilyrði er að finna á vefsíðu hvers háskóla.
Yfirlit yfir háskólana á Ísland.is
Ekki þarf að greiða skólagjöld í opinbera háskóla, en allir nemendur þurfa að greiða skrásetningargjald.
Upplýsingar um gjaldskrá er að finna á vefsíðu hvers háskóla.
Yfirlit yfir háskólana á Ísland.is
Hægt er að láta meta hvort nám sem hefur verið stundað erlendis sé metið gilt eða til eininga í annað nám á Íslandi.
ENIC/NARIC skrifstofan á Íslandi sér um slíkt mat. ENIC/NARIC stendur fyrir European Network of information Centers Evrópuráðsins og UNESCO.
NARIC stendur fyrir National Academic REcognition Information Centers Evrópusambandsins.
Nánari upplýsingar um mat á menntun er að finna á vefsíðu ENIC/NARIC.
Flest háskólanám á Íslandi er kennt á íslensku. Kennslubækur og fræðigreinar eru oft á ensku.
Ýmsar greinar eru einnig kenndar á ensku.